Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfu konu um bætur, en hún fór í ófrjósemisaðgerð og við aðgerðinni komu tvö göt á garnir sem ollu veikindum og örorku. Taldi dómurinn að um þekktan, en sjálfgæfan fylgikvilla hafi verið að ræða.
Tíu dögum eftir ófrjósemisaðgerðina var konan lögð inn aftur vegna kviðverkja. Skýr merki komu fram um lífhimnubólgu og fór hún strax í aðgerð og komu þá í ljós tvö fremur lítil göt á smágirni með um 7 cm millibili. Konan var aftur lögð inn á spítala nokkrum mánuðum seinna. Rannsókn leiddi í ljós garnastíflu sem gekk þó fljótt yfir og án aðgerðar.
Í dómnum kemur fram að varanlegur miski konunnar var metinn 10 stig og varanleg örorka 15%.
Í dómnum kemur fram að við aðgerðina hafi
garnirnar væntanlega rekist í töngina sem notuð er við aðgerðina. „Það er þekktur
fylgikvilli að garnir geti rekist í brennslutöng við kviðsjáraðgerðir, en það er mjög fátítt að það gerist. Að
áliti sérfróðra meðdómara er tíðni þessa fylgikvilla 2-5 tilfelli á hverjar
1000 kviðsjáraðgerðir sem gerðar eru,“ segir í dómnum sem hafnaði kröfum konunnar. Málskostnaður var felldur niður.