Hugsanlega fornleifar frá landnámsöld

00:00
00:00

Útlit er fyr­ir að frek­ari taf­ir verði á því að Land­eyja­höfn verði opnuð fyr­ir sigl­ing­ar Herjólfs og mun hún ekki opna um helg­ina, eins og stóð til. Ástæða þess er sú að við dýpk­un hafn­ar­inn­ar fund­ust forn­mun­ir, sem eru jafn­vel tald­ir vera frá land­náms­öld.

„Okk­ur sýn­ist þetta vera stór­merki­leg­ur fund­ur en á óvænt­um stað og hann þarf frek­ari rann­sókna okk­ar við,“ seg­ir Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Forn­leifa­vernd­ar rík­is­ins,í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Stofn­un­in hef­ur farið fram á það við Sigl­inga­stofn­un að Land­eyja­höfn verði lokað um ótil­greind­an tíma, á meðan forn­leifa­fræðing­ar rann­saka bet­ur það sem kom upp með sand­dæl­ingu dýpk­un­ar­skips­ins Skandia í vik­unni. Þá komu í ljós manna­bein, timb­urfjöl sem tal­in er vera úr skipi, silf­ur­arm­band og gull­háls­men, auk fleiri forn­muna. Tel­ur Krist­ín að mun­irn­ir geti verið úr vík­inga­skipi frá land­náms­öld, jafn­vel með þræla Hjör­leifs um borð. Þá úti­lok­ar hún ekki þann mögu­leika að um muni úr gull­skip­inu Het Wapen van Amster­dam geti verið að ræða.

Sig­urður Áss Grét­ars­son hjá Sigl­inga­stofn­un seg­ir það hafa verið sjálfsagt mál að verða við beiðni Forn­leifa­vernd­ar um að hafa Land­eyja­höfn lokaða á meðan forn­leifa­fræðing­ar at­hafna sig.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að forn­leifa­fund­ur­inn komi Eyja­mönn­um í opna skjöldu. „Við höf­um orðið að sýna töf­inni í Land­eyja­höfn mikla þol­in­mæði í vet­ur og þó að við skilj­um það að sjálf­sögðu að forn­leifa­fræðing­ar þurfi að at­hafna sig þarna, get­um við ekki sætt okk­ur við að þetta komi til með að valda enn frek­ari töf­um á opn­un Land­eyja­hafn­ar, lífæðar sam­fé­lags­ins,“ sagði Elliði. 

Mun­irn­ir, sem fund­ust í Land­eyja­höfn, verða al­menn­ingi til sýn­is í Þjóðmina­safn­inu í dag á milli klukk­an 11 og 17. Aðeins verður um þenn­an eina tíma að ræða, því senda þarf grip­ina úr landi til nán­ari skoðunar og ald­urs­grein­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert