Handleggsbrotnaði á Öræfajökli

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti manninn.
TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti manninn. mynd/Einar Rúnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur með mann sem talinn er vera handleggsbrotinn. Maðurinn datt á skíðum á Öræfajökli og var þyrlan kölluð út á þriðja tímanum.

Hann var kvalinn og orðinn nokkuð kaldur þegar þyrlan kom austur á jökulinn.

Hinn slasaði verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en reiknað er með þyrlunni þangað um klukkan 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert