Standa betur vegna neyðarlaga

Icesave.
Icesave. Morgunblaðið/Ómar

Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og fulltrúi Advice hreyfingarinnar, segir að neyðarlögin fela það í sér að breskir og hollenskir innstæðueigendur fái nú hundruð milljarða aukalega í sinn hlut.

Á fundi Viðskiptaráðs um Icesave samninginn sagði Jón Helgi að lögin gerðu það að verkum að almennir kröfuhafar fái ekkert í sinn hlut, en þar á meðal séu íslenskir aðilar eins og lífeyrissjóðir og góðgerðasamtök. Þetta fái Bretar og Hollendingar í sinn hlut þótt kjósendur hafni samningnum um helgina.  Það sé því ekki hægt að tala um að Íslendingar séu ekki að borga skuldir sínar þótt þeir hafni samningnum.

Þegar talað sé um dómstólaleiðina verði að hafa þetta í huga og það að erlendir innstæðueigendur hafi ekki orðið fyrir tjóni. Þá verði að skoða Icesave samkomulagið í því ljósi að enn sé ekki útséð um hvort neyðarlögin standi. Ef Íslendingar samþykkja Icesave samninginn, en neyðarlögin verða svo dæmd ógild af Hæstarétti, standi ríkið uppi með mjög mikla skuld, en Tryggingasjóðurinn muni aðeins fá brot af þeirri fjárhæð sem hann fengi annars úr þrotabúi Landsbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert