Alls eru 554 nemendur skráðir í doktorsnám við Háskóla Íslands, skv. nýjustu tölum frá apríl sl. Um er að ræða 307 konur og 247 karla.
Fram kemur í tilkynningu frá HÍ alls séu 172 á verkfræði- og náttúruvísindasviði, 124 á hveilbrigðisvísindasviði, 107 á félagsvísindasviði 83 á hugvísindasviði og 68 á menntavísindasviði.
Þá segir að erlendum doktorsnemum hafi fjölgað verulega undanfarið en þeir séu nú 123 talsins frá 37 þjóðlöndum, flestir á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Langflestir þeirra stundi doktorsnám í líffræði, eða 23, en aðrar vinsælar greinar séu jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði.
Flestir nemendanna eru frá Evrópu, en þó eru í doktorsnámi við HÍ fulltrúar frá öllum heimsálfum nema Suður-Ameríku .
Þá segir að á síðastliðnu ári hafi 36 doktorar brautskráðst frá Háskóla Íslands, flestir frá raunvísindadeild og læknadeild. Þar af hafi verið 10 erlendir nemendur. Búist sé við því að brautskráningar á þessu ári verði um 50.