Enginn grunaður um grjótkast

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Ernir Eyjólfsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engan grunaðan um aðild að árásinni sem var gerð á heimili Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra aðfaranótt laugardags. Enginn hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina á málinu.

Árásin var gerð upp úr klukkan þrjú um nóttina. Grjóthnullungum var kastað í húsið og brotnuðu tvær rúður. Ráðherrann og eiginkonu hans sakaði ekki.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að engar upplýsingar séu til staðar sem lögreglan geti farið eftir. „Þetta lítur ekki vænlega út þannig. En við gerum hvað við getum,“ segir Sigurbjörn Víðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert