Horfði á bólsturinn koma upp

Þessi glæsilega mynd var tekin frá Kirkjubæjarklaustri.
Þessi glæsilega mynd var tekin frá Kirkjubæjarklaustri. mynd/Sigurlaug Linnet

„Það stígur upp hár hvítur gufubólstur yfir Vatnajökli,“ segir Örlygur Sigurjónsson leiðsögumaður sem staddur er vestan við Lómagnúp. Hann sagðist hafa séð bólsturinn myndast rúmlega fimmtán mínútur yfir sjö í kvöld.

Örlygur sagði greinilegt að gosið hefði verið mjög öflugt strax í upphafi. „Þetta er mjög tignarlegt að sjá í kvöldsólinni,“ sagði Örlygur, en léttskýjað er við jökulinn og útsýni gott. Hann segir að bólsturinn sé í stefnunni á Grímsvötn.

Örlygur sagði að mökkurinn tæki miklum breytingum og hækkaði gríðarlega hratt. „Það er greinileg aska í mekkinum. Hann er dökkgrár að hluta. Mökkurinn stígur rosalega hátt til himins. Ég gæti trúað að hann sé kominn upp í þriggja kílómetra hæð nú þegar,“ segir Örlygur sem var að koma af Hvannadalshnjúk í dag ásamt 10 manna hóp þegar hann sá að eldgos var hafið í jöklinum.

Gosmökkurinn sést vel frá Islandia Hótel Núpum.
Gosmökkurinn sést vel frá Islandia Hótel Núpum. mynd/Halldóra K. Unnarsdóttir.
Kort frá Veðurstofunni sem sýnir að hreyfing kemur fram á …
Kort frá Veðurstofunni sem sýnir að hreyfing kemur fram á jarðskjálftamælum um allt land.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert