Íslendingar í herþjónustu í Noregi

Mynd úr safni. Norskir hermenn.
Mynd úr safni. Norskir hermenn. Reuters

Um þessar mundir gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu með norska hernum og hafa sex þeirra tekið virkan þátt í hernaðaraðgerðum Norðmanna í Afganistan. Kemur þetta fram á vef norska ríkissjónvarpsins. Segir jafnframt á vef norska ríkissjónvarpsins að íslenskir ríkisborgarar gegni jafnframt herþjónustu með danska hernum og að bæði Noregur og Danmörk eru með varnarsamning við Ísland.

Einn þeirra, hinn 29 ára gamli Hilmar Haraldsson, hóf herþjónustu með norska hernum árið 2003 og hefur verið staðsettur í Afganistan í sex mánuði. Segir Hilmar aðalástæðu þess að hann skráði sig í norska herinn vera ævintýraþrá. Aðspurður af fréttamanni norska ríkissjónvarpsins hvort hann sé reiðubúinn til að fórna sér fyrir Noreg, svarar Hilmar því játandi.

Nánar um þetta mál má sjá á vef norska ríkissjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert