Staða sumra útgerða yrði „miklu lakari“

Þórólfur telur fyrirséð að afskrifa þurfi skuldir sumra útgerða.
Þórólfur telur fyrirséð að afskrifa þurfi skuldir sumra útgerða. mbl.is/ÞÖK

„Áhrif frumvarpsins á fjárhag einstakra útgerða fer mjög eftir skuldastöðu þeirra,“ skrifar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í umsögn um stóra kvótafrumvarpið, sem dregið var til baka.

„Mjög skuldsettar útgerðir munu finna til þess að fjármálafyrirtæki munu meta veðstöðu þeirra miklu lakari eftir samþykkt frumvarpsins en fyrir, m.a. vegna takmarkana á líftíma nýtingarheimildanna og vegna ákvæða um að skilyrði fyrir úthlutun nýtingarheimilda sé góð fjárhagsleg staða viðkomandi útgerðar,“ skrifar Þórólfur og fullyrðir að þessar útgerðir muni „þurfa á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda“.

Þórólfur víkur undir lok umsagnar sinnar að „yfirburðastöðu“ hefðbundinna útflutningsgreina „á borð við fiskvinnslu gagnvart öðrum atvinnugreinum þegar kemur að rekstrarskilyrðum“. „Ljóst er að aðrar atvinnugreinar munu ekki geta jafnað launakjör gagnvart veiðum og vinnslu nema með því að hækka tekjur. Það er því raunveruleg hætta á að það ójafnvægi sem er í rekstrarskilyrðum atvinnugreina muni, þegar fram í sækir, verða til þess að launaliður kjarasamninga verði innistæðulítill og að fyrirtækin neyðist til verðhækkana,“ skrifar Þórólfur og varar við auknum valdheimildum til handa sjávarútvegsráðherra.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka