Hátíðardagskrá á Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta.
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta.

Hátíðardagskrá fer fram í dag á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun setja hátíðina klukkan 14:00 og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun flytja hátíðarræðu.

Hátíðarsvæðið opnaði morgun klukkan 10:00 og verður opið til átta í kvöld. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. Sölubásar og veitingatjöld eru á staðnum og tónlistaratriði verða meðal annars flutt þar sem tónlistarfólkið Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir munu stíga á svið.

Frétt Bæjarins besta um hátíðarhöldin

Frá undirbúningi á Hrafnseyri í morgun
Frá undirbúningi á Hrafnseyri í morgun mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert