Stærsta skemmtiferðaskipið

AZURA er risastórt skemmtiferðaskip og hátt á fimmta þúsund manns …
AZURA er risastórt skemmtiferðaskip og hátt á fimmta þúsund manns um borð. mbl.is/Ernir

Miklar annir voru á Skarfabakka í Sundahöfn í morgun þegar hið tröllaukna AZURA, stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, var lagst að bryggju. Fjöldi langferðabíla, breyttra jeppa og leigubíla beið þess að aka farþegum og áhöfn.

Yngvi Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri ITA sem þjónustar skemmtiferðaskip við Skarfabakka í Sundahöfn, sagði að tæplega 2.200 farþeganna ætli að fara í dagsferðir með 36 stórum langferðabílum og jeppum.

Vinsælustu dagsferðirnar eru Gullfoss og Geysis-hringurinn, Bláa lónið og eins ferðir á jökla og köfunarferðir. Yngvi sagði að ferðaþjónustan væri með fjölbreytt úrval ferða sem ferðafólkið nýtti sér. 

Margir kjósa líka að verja deginum í Reykjavík og fara niður í bæ með strætisvögnum eða leigubílum. „Þetta fólk er að fara í allar áttir,“ sagði Yngvi.

Hann sagði komu jafn stórs skips og AZURA, með þúsundir manns um borð, þar af 3.590 farþega og rúmlega 1.200 manna áhöfn, sé stórt verkefni. „Það eru allir settir á kajann og allir leggast á árarnar til að láta þetta ganga upp,“ sagði Yngvi.

AZURA er 14 hæða skemmtiferðaskip og eitt helsta stolt P&O skipafélagsins. Skipið fer frá Reykjavík klukkan 17.30 í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert