Aðildarviðræður hafnar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á blaðamannfundi eftir fundinn í morgun.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á blaðamannfundi eftir fundinn í morgun. FRANCOIS LENOIR

Aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið hófust formlega í Brussel í dag. Var það Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem fór fyrir íslensku nefndinni sem fundaði með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og utanríkisráðherra Ungverja sem fara með formennsku í ráðherraráði þess.

Voru fjórir fyrstu kaflar samningsins opnaðir í dag en það eru þeir sem fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu.

Þeim tveimur síðastnefndu var lokað til bráðabrigða en á þeim sviðum þar sem Íslendingar væru þegar vel undir þau svið búnir og hafa þegar tekið þátt í verkefnum ESB þeim tengdum undanfarin 16 ár.

Mun utanríkisráðherra funda síðar í dag með stækkunarstjóranum Füle.

Frétt á vef ESB um upphaf aðildarviðræðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert