Landsvirkjun hækkaði verð á raforku í heildsölu um 2,8% þann 1. júlí sl. Fram kemur á vef Orkuvaktarinnar að allir helstu orkusalar nema Fallorka hafi tilkynnt sína hækkun.
Hefur Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða hækkað sína gjaldskrá um 2,8%. Orkusalan um 2,7% og HS Orka hefur hækkað sína gjaldskrá um 3,4%.