Búið er að leggja 35 metra af brúnni sem verið er að vinna að yfir Múlakvísl. Brúin verður um 150 metra löng.
Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir að búið sé að leggja brúargólf yfir 5 ok, sem hann kallar. Hvert ok er sjö metrar að lengd og því er brúin orðin 35 metrar.
Unnið er allan sólarhringinn að brúargerðinni og 30-40 manns eru á svæðinu við smíðina og við að flytja efni að henni.