Fólkið verður ferjað með þyrlu

TF - GNA , Super Puma - þyrla Gæslunnar,
TF - GNA , Super Puma - þyrla Gæslunnar, Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð til að ferja farþega sem voru í rútunni sem festist í Múlakvísl vestur yfir ána, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrlan er væntanleg að Múlakvísl um kl. 15:20 og verður þar til aðstoðar lögreglu. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð hennar þegar rúta fór á hliðina í Múlakvísl rétt fyrir klukkan tvö. Þyrlan var í gæslu- og eftirlitsflugi um Vestfirði þegar útkallið barst. 

Umferð yfir Múlakvísl hefur nú verið stöðvuð og verður hlutverk þyrlunnar að ferja yfir Múlakvísl þá farþega sem voru í rútunni og óska eftir að komast vestur yfir ána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert