Greiðslur til 70% lífeyrisþega í lagi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Greiðslur til lífeyrisþega á árinu 2010 hafa verið bornar saman við tekjuáætlanir og skattframtal fyrir sama ár. Niðurstaðan segir til um hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt út í samræmi við þann rétt sem hann hafði á árinu 2010. Í heildina eru um 70% lífeyrisþega eða um 31 þúsund manns, sem fengu  greiðslur innan eðlilegra frávika.  Þetta kemur fram á vef Tryggingastofnunar.

Árlega fer fram endurreikningur og uppgjör á lífeyri og tengdum bótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Uppgjörið tryggir að allir fái réttar bætur.  Niðurstöður fyrir árið 2010 liggja nú fyrir. Næstu daga fá lífeyrisþegar sent bréf með niðurstöðum uppgjörsins. Ennfremur eru niðurstöðurnar aðgengilegar á Tryggur-mínar síður.

Greiðslur til lífeyrisþega á árinu 2010 hafa verið bornar saman við tekjuáætlanir og skattframtal fyrir sama ár. Niðurstaðan segir til um hvort lífeyrisþegi hafi fengið greitt út í samræmi við þann rétt sem hann hafði á árinu 2010. Í heildina eru um 70% lífeyrisþega eða um 31 þúsund manns, sem fengu  greiðslur innan eðlilegra frávika. 

Fá 50 milljarða greidda

Heildarfjöldi lífeyrisþega er um 45 þúsund manns. Ellilífeyrisþegar eru um 28 þúsund og örorkulífeyrisþegar um 17 þúsund. Um 31 þúsund manns eru með inneignir, þar af eru 20 þúsund með 100 þúsund eða minna. Um 9.500 manns fengu greiðslur umfram rétt, þar af 3.000, með 100 þúsund eða meira. Heildarfjárhæð endurreiknaðs lífeyris og tengdra bóta er um 50 milljarðar. Heildarniðurstöður endurreiknings – inneignir um 3,6 milljarðar og greiðslur umfram rétt um 1,2 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert