Kippur undir Kötlu

Upptök skjálftans í Mýrdalsjökli.
Upptök skjálftans í Mýrdalsjökli.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt  varð jarðskjálfti af stærðinni 3,2 stig  um það bil 5 km austsuðaustur af Goðabungu í Mýrdalsjökli.

Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur á eftirlits- og spásviði Veðurstofu Íslands voru upptök skjálftans á um 1,5 kílómetra dýpi klukkan 00:54,6. Enginn hlaupórói hafi sést á mælum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert