Yfir 2000 bílar fóru um Héðinsfjarðargöng

Mikil umferð hefur verið um Héðinsfjarðargöng í sumar.
Mikil umferð hefur verið um Héðinsfjarðargöng í sumar. mbl.is/Sigurður

Aldrei hafa fleiri farið um Héðinsfjarðargöng en í gær þegar 2.085 bílar fóru um göngin. Eldra metið er aðeins vikugamalt, en þá fóru 1.944 bílar um göngin.

Þetta kemur fram í frétt á Siglfirðingi.is. Þar segir að mun fleiri bílar hafi farið um Héðinsfjörð í gær heldur en um Öxnadalsheiði og Vatnsskarð.

Í gær var Fiskidagurinn mikli á Dalvík, en margir Siglfirðingar lögðu leið sína þangað til að gleðjast með nágrönnum sínum og smakka góða fiskrétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert