Aftur borað á Þeistareykjum

Á Þeistareykjum er háhitasvæði sem bundnar eru vonir við að …
Á Þeistareykjum er háhitasvæði sem bundnar eru vonir við að gefi orku fyrir stóriðju í nágrenni Húsavíkur. mbl.is/RAX

Boranir eru hafnar á ný á Þeistareykjum, í fyrsta sinn síðan árið 2008. Þáverandi umhverfisráðherra,

Þórunn Sveinbjarnardóttir, ákvað í júlílok þess árs að sameiginlegt umhverfismat skyldi fara fram á áhrifum háhitavirkjana, flutningslína og álvers á Bakka. Síðan þá hefur orðið bankahrun og kreppa sem einnig hefur tafið framkvæmdir, eins og allir vita.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að boranirnar hófust fyrir um tveimur vikum, við svonefnda holu númer sjö sem boruð er undir Ketilfjall. Það eru Jarðboranir hf. sem vinna verkið fyrir Landsvirkjun. Að sögn Óla Grétars Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Landsvirkjunar, er notast við stefnuborun, sem stundum er einnig kölluð skáborun. Þannig er þess freistað að hafa borteiga eins fáa og hægt er, raska landslaginu sem minnst og að ná sem mestri vatnslekt í hverja holu, enda þverar holan fleiri sprungur þegar borað er á ská.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert