Fyllir bæinn af fólki

Skemmtiferðaskiptið MV. Marina (stærra skipið fjær) og Le Boreal liggja …
Skemmtiferðaskiptið MV. Marina (stærra skipið fjær) og Le Boreal liggja samtímis við Ísafjarðarhöfn í sumar. mbl.is/Halldór

„Það hefur gengið ákaflega vel að taka á móti skemmtiferðaskipum í sumar. Reyndar þurfti eitt skip að aflýsa komu sinni í vikunni vegna þess að það lenti í slæmu veðri á Grænlandssundi. Nú stefnir í að 31 skip komi hér til hafnar í sumar og með þeim komi um 21.400 farþegar.“

Þetta segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ, um fjölgun skemmtiferðaskipa, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir skipin góða búbót.

„Við áætlum að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar verði á bilinu 32 til 34 milljónir. Það er aukning frá fyrra ári. Í fyrrasumar voru tekjur af skemmtiferðaskipum á milli 30 og 31 milljón króna og voru þá um fjórðungur af 120 milljóna árstekjum hafnarinnar.

Þetta fór að taka verulega við sér fyrir fimm til sex árum. Árið 2003 komu hingað 10 skip. Þetta hefur því þrefaldast á tæpum áratug.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert