Hvassir vindstrengir við fjöll

Norðlæg átt, 10-15 m/s, vrður á vestanverðu landinu í dag og sums staðar hvassari vindstrengir við fjöll, en hægari austantil. Norðan 8-13 vestanlands með morgninum, en hægari vindur í öðrum landshlutum.

Rigning vreður á norðanverðu landinu, annars stöku skúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast syðst.

Á höfuðborgarsvæðinu verður 5-10 m/s  norðanátt með morgninum. Skýjað að mestu og þurrt að kalla. Hiti 9 til 14 stig.

Um 220 km austsuðaustur af Hornafirði er víðáttumikil 990 mb lægð sem þokast norður og grynnist heldur.

Á morgun, þriðjudag, er útlit fyrir 8-13 m/s norðanátt vestanlands, en hægari breytilega átt annars staðar. Rigning á norðvestanverðu landinu, en skúrir á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað með köflum sunnanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast syðst. 

Klukkan þrjú í nótt var norðanátt, 8-13 m/s vestantil, en annars hægari. Skýjað og þurrt að mestu sunnanlands, annars víða rigning eða súld. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast allra syðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka