Vilja meiri fisk frá Íslandi

mbl.is/Sigurður Mar Halldórsson

Sendinefnd frá Grimsby í Englandi kemur til Reykjavíkur um miðjan september með það fyrir augum að styrkja tengsl bæjarins við Ísland og þá einkum á viðskiptasviðinu. Helsta markmiðið er að fá Íslendinga til þess að senda meiri fisk til Grimsby en hvergi er að finna fleiri fiskvinnslufyrirtæki á einum stað í Evrópu.

Forsvarsmenn Grimsby vonast til þess að geta aukið útflutning bæjarins á unnum fiskafurðum og þannig meðal annars dregið úr atvinnuleysi á meðal íbúa hans. Þá vonast þeir einnig eftir því að styrkari viðskiptatengsl við Ísland geti aukið innflutning til landsins á vörum framleiddum í bænum.

Sendinefndin mun meðal annars funda með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, en hún verður einkum skipuð forsvarsmönnum fyrirtækja tengdum sjávarútvegi í Grimsby.

Frétt Fishupdate.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka