Jarðskjálftinn sem varð nálægt Grindavík í kvöld var stuttur og mátti lýsa sem snörpu höggi, að sögn íbúa við Borgarhraun þar í bæ. Svo mikið var höggið að stytta í hillu hjá honum datt á hliðina. Viðkomandi fann vel fyrir skjálftanum og fann þyt á undan honum.
Íbúinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvaðst einnig hafa fundið skjálftann sem varð í fyrradag, en þessi hefði verið talsvert öflugri og höggið meira.