Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ölvun gesta Menningarnætur nokkuð farin að aukast er líða tók að miðnætti. Skemmtanahald var þó með fremur friðsömu móti.
Tveir 16 ára piltar voru teknir af lögreglu á Laugavegi, en þeir voru nokkuð ölvaðir og að auki með dólgslæti. Þeir voru færðir á lögreglustöðina og síðan sóttir af foreldrum.
Mikil og þung umferð er nú úr miðborginni og hvetur lögregla fólk til að sýna stillingu og þolinmæði.