23 milljónir söfnuðust

Fjölmargir tóku á móti framlögum í þjónustuveri Já í kvöld.
Fjölmargir tóku á móti framlögum í þjónustuveri Já í kvöld.

Alls söfnuðust 23.156.979 krónur í söfnunarþætti átaksins Á allra vörum, sem sýndur var í kvöld í beinni útsendingu á mbl.is og Skjá einum. Safnað var fyrir hjartaómskoðunartæki fyrir Barnaspítala Hringsins.

Fram kom í lok þáttarins, að einnig hefðu safnast 15-20 milljónir króna með sölu á varaglossi á undanförnum vikum. Ákvað var, að tækið skuli heita Hjörtur en áhorfendur voru beðnir um tillögur að nafni á tækið.

Inga Lind Karlsdóttir og Óskar Jónasson stýrðu þættinum. Óskar sýndi gamla takta frá því hann kom fram í hlutverki Skara skrípó þegar hann klæddi sig úr nærbuxunum án þess að fara úr utanyfirbuxunum en áhorfendum gátu boðið í buxurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert