Sprauti sig inni á miðstöðinni

Sprautur geta borið smit.
Sprautur geta borið smit. mbl.is/Ómar

Unnið er að því að koma upp sérstakri miðstöð í Reykjavík þar sem sprautufíklar geti komið allan sólarhringinn og sprautað sig, að sögn Þórs Gíslasonar, verkefnisstjóra Heilsuhýsisins sem Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stendur fyrir.

Slík úrræði hafa gefið góða raun erlendis. Sautján einstaklingar hafa verið greindir með HIV-smit á þessu ári hér á landi, þar af eru fíkniefnaneytendur þrettán talsins.

„Við getum kannski aldrei algjörlega upprætt svona vandamál en við verðum að reyna að lágmarka skaðann og útbreiðsluna. Það beinist annars vegar að því að takmarka útbreiðsluna innan hóps fíkla og svo útbreiðsluna með kynmökum,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús, að kannski verði aldrei hægt að uppræta svona vandamál en menn verði að reyna að lágmarka skaðann, takmarka útbreiðsluna meðal fíkla og útbreiðslu sem kynmök valda. Hvert smit kostar heilbrigðiskerfið 160 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert