Æfa viðbrögð við Kötlugosi

Víkurskóli var rýmdur í morgun er skólabörnin æfðu viðbragðsáætlun vegna …
Víkurskóli var rýmdur í morgun er skólabörnin æfðu viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs goss í Kötlu, mbl.is/Jónas Erlendsson

Viðbragðsáætlun vegna Kötlugoss var æfð í Víkurskóla í morgun og taka allar deildir skólans þátt.

Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur í Vík í Mýrdal þar sem Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór yfir skjálftavirkni í Kötlu að undanförnu en virknin jókst um og í hlaupinu í Múlakvísl í byrjun júlí og hefur hún verið viðvarandi síðan. Stærsti skjálftinn aðfararnótt mánudags varð þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fjögur, hann varð  austur af Goðabungu. Fylgdu einhverjir skjálftar í kjölfarið en annars hefur dregið aftur úr virkninni frá því þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert