Dreddar fuku til fjár

Dreddarnir fjúka á hárgreiðslustofunni í gær.
Dreddarnir fjúka á hárgreiðslustofunni í gær.

„Ég viðurkenni vel að ég sakna dreddanna en ég myndi aldrei taka þetta til baka þar sem ég veit að hjálparstarfið nýtur góðs af þessu,“ segir Aron Bjarnason sem ákvað að láta dreddlokka sem hann safnaði í sjö ár fjúka fyrir gott málefni.

„Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ var yfirskrift söfnunar sem Aron setti af stað 4. september á Facebook og stóð hún yfir í viku. Hann ákvað að klippa af sér dreddlokkana ef hann næði að safna hundrað þúsund krónum sem myndu renna til Hjálparstarfs kirkjunnar til að sporna við hungursneyðinni í Austur-Afríku.

Hársöfnun Arons fór langt fram úr væntingum en hann safnaði í 313.300 kr. Svo það var ljóst að hárið varð að fjúka. Aron mætti því á hárgreiðslustofu í gær og lét klippa af sér lokkana. „Höfuðið á mér er létt og skrítið og mér er miklu kaldara á því. Svo bregður mér þegar ég sé sjálfan mig í spegli,“ segir Aron enn að venjast nýja útlitinu.

Einnig stóðu Aron og félagar hans í hljómsveitinni Tilviljun? fyrir styrktartónleikum í Fíladelfíu síðasta sunnudag þar sem auk Tilviljunar? komu fram Pétur Ben og Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir tónleikanna skilaði 289.181 krónu. Samtals hefur því safnast 602.481 króna en markmiðið var að safna 500.000 kr. í heildina sem duga til að gefa tvö þúsund manns korn til þriggja mánaða í Austur-Afríku.

„Þetta fór fram úr væntingum. Tónleikarnir gengu mjög vel og gott að geta látið Hjálparstarf kirkjunnar fá þessa peninga. Það er mikil neyð í Afríku og þeir sem vilja gefa til hjálparstarfsins geta nálgast allar upplýsingar á help.is,“ segir Aron.

Aron Bjarnason með lokkana.
Aron Bjarnason með lokkana.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert