Tvö ný andlit sáust á Alþingi í dag. Annars vegar tók Davíð Stefánsson, Vinstri grænum, sæti fyrir Auði Lilju Erlingsdóttur, varamann Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Hins vegar kemur Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir inn á þing fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.
Auður Lilja á ekki lengur kost á að taka sæti Katrínar en ráðherrann er nú í barneignarfríi. Kemur Davíð inn fyrir hana sem nýliði á þingi.
Þá tekur Lilja Rafney sér frí frá þingstörfum af persónulegum ástæðum. Kom fram í máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta að Halldóra Lóa hefði áður tekið sæti á Alþingi.