Íbúðalánasjóður má veita óverðtryggð lán

Alþingi samþykkti í dag, með 42 samhljóða atkvæðum, lagafrumvarp sem heimilar Íbúðalánasjóði að bjóða óverðtryggð lán.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að frumvarpið væri engin töfralausn heldur eitt skref af mörgun í nauðsynlegum umbótum á íbúðalánamarkaði.

Í nýju lögunum er einnig heimild til sjóðsins til að  bjóða íbúðarhúsnæði sem hann hefur leyst til sín, til leigu með kauprétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert