Anatoly Karpov og Judit Polgar eru gengin til liðs við TR

Karpov (t.h.) og Kasparov einbeittir við skákborðið á móti í …
Karpov (t.h.) og Kasparov einbeittir við skákborðið á móti í Reykjavík Rapid 2004. mbl.is/Ómar

Tíu erlendir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar hafa gengið til liðs við Taflfélag Reykjavíkur (TR). Margir þeirra eru á lista yfir 100 sterkustu skákmenn heims í dag.

Hinir nýju liðsmenn þessa bráðum 111 ára gamla félags eru auk Karpov og Polgar þeir Vasily Papin, Vugar Gashimov, Emil Sutovsky, Gata Kamsky, Juri Kryvoruchko, Martyn Kravtsiv, Mikhailo Oleksienko, Jan Smeets, Jakob Vang Glud og Helgi Dam Ziska. Þá hefur Karl Þorsteins gengið til liðs við sitt gamla félag.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, formaður TR, þetta vera mikinn ávinning fyrir félagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert