Ætla ekki samstarf við Guðmund og Besta

Fulltrúi frá L-listanum, lista fólksins á Akureyri, átti fund á dögunum með Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni og fulltrúum Besta flokksins í Reykjavík en eins og fram hefur komið eru þessir aðilar að ræða hugsanlegt samstarf og framboð í næstu alþingiskosningum.

Fulltrúi L-listans gerði í framhaldinu félögum sínum grein fyrir fundinum í Reykjavík en Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans, segir að L-listinn sem slíkur ætli ekki eða blanda sér í landsmálapólitíkina, hvorki með þessum aðilum eða öðrum, samkvæmt frétt á vef Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert