Slydda eða snjókoma norðanvert

Norðanátt, 5-13 m/s, og slydda eða snjókoma verður á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla syðra. Vaxandi norðaustanátt í dag, 10-18 m/s seinnipartinn, hvassast á norðvestanverðu landinu. Slydda í fyrstu, en rigning síðdegis.

Áfram þurrt að mestu sunnanlands. Hiti frá frostmarki upp í 8 stig syðst. Lítið eitt hlýrra fyrir norðan síðdegis.

Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan 3-8 m/s, en norðan 8-13 í kvöld. Skýjað og þurrt að kalla. Hiti 2 til 7 stig.

Um 550 km suðaustur af Jan Mayen er hægfara og víðáttumikil 967 mb lægð, en 250 km suðvestur af Reykjanesi er 986 mb smálægð.

Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir 8-15 sekúndumetra norðanátt, hvassast austast. Rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og snjókoma til fjalla, en dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Klukkan þrjú í nótt var 5-10 m/s norðanátt og dálítil slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en yfirleitt hægari breytileg átt sunnant il og smá væta við Faxaflóa annars skýjað með köflum, en þurrt. Hiti var frá frostmarki upp í 6 stig, hlýjast á Ingólfshöfða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert