Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Ironman sem hefst á Hawaii í dag. Keppnin hefst klukkan fimm að íslenskum tíma.
Karen hefur unnið þær þríþrautarkeppnir sem hún hefur tekið þátt í á Íslandi, Hún er einnig tvöfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmet hennar í þríþraut gildir fyrir íþróttagreinina alla, bæði konur og karla.
Hún er einnig Íslandsmethafi í tímakeppni hjólreiðum og hefur að auki unnið til ýmissa afreka á alþjóðlegum stórmótum áhugamanna.
Ferill Karenar í þríþraut hófst árið 2006. Síðan þá hefur hún átt litríkan keppnisferil og starfar núna sem þríþrautarþjálfari í London.
Hægt er að fylgjast með gengi Karenar á vefsíðu Ironman með því að slá inn keppnisnúmerið hennar sem er 1465 undir tenglinum Athlete tracker.