Hækkun fjárhæðarmarka skattþrepa skilar ríkissjóði auknum tekjum

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru uppi áform um að hækka fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns um 3,5% í upphafi tekjuársins 2012.

Var sú leið ákveðin frekar en að miða við launavísitölu, eins og nýleg breyting á lögum um tekjuskatt kvað á um. Hefðu tekjumörkin þá átt að hækka mun meira en frá september 2010 til sama mánaðar í ár hækkaði vísitalan um 8%.

Nái þessi áform fram að ganga mun ríkið fá meiri tekjur af álagningu tekjuskatts. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jakob Björgvin Jakobsson hjá Deloitte áhrif þessarar fyrirhuguðu breytingar snerta alla tekjuhópa. Afleiðingarnar eru þær að viðmið fyrir lægsta þrepið á næsta ári verður 217 þúsund kr. í stað 226 þúsunda ef miðað hefði verið við hækkun launavísitölu. Viðmið fyrir miðjuskattþrepið verður við 488 þúsund kr. í stað 509 þús. kr. og viðmið fyrir efsta þrepið verður 704 þús. kr. í stað 735 þús. kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert