Samanburður á fjölda brota árið 2010, greint eftir embættum sýnir að meirihluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Þetta kemur fram í yfirliti frá embætti ríkislögreglustjóra.
Hegningarlagabrot voru flest skráð á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 eða 10.868. Brotin voru 936 á Suðurnesjum, 799 á Selfossi og 685 á Akureyri. Meirihluti umferðarlagabrota var á höfuðborgarsvæðinu eða 50%. Tæp 20% þeirra voru á Selfossi og 11% í umdæmi Borgarnes. Stafrænar hraðamyndavélar eru staðsettar í öllum þessum umdæmum, auk þess sem umferð er mikil á þessum svæðum.
Skráð sérrefsilagabrot voru 2.274 á höfuðborgarsvæðinu, 426 á Suðurnesjum og 336 á í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Brotin voru mun færri í öðrum umdæmum.
Af heildarfjölda brota var um helmingur allra skráðra brota á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Tölur fyrir árið 2010 eru bráðabirgðatölur.