Sjúklingum, sem liggja á Landspítala, fjölgaði um 5% fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.
Þá heldur komum á bráðamóttöku áfram að fjölga og skurðaðgerðir eru einnig fleiri en fjöldi sjúklinga á biðlistum og vinnulistum spítalans hefur samt aukist, að því er kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítala, á vef sjúkrahússins.
Björn segir, að þessi aukna starfsemi á spítalanum sé að hluta til vegna sameiningar við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 1. febrúar sl. en þrátt fyrir þá sameiningu og fjölgun starfsmanna í kringum það hafi starfsmönnum fækkað nú milli ára. Þessi aukna starfsemi hafi þá þýtt meira vinnuframlag frá starfsfólki spítalans.