Íslenska vatnið verðmætt

Rennandi vatn og jarðhiti í Kerlingarfjöllum.
Rennandi vatn og jarðhiti í Kerlingarfjöllum. mbl.is/RAX

Fram kemur í skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur sent frá sér, að Íslendingar nota mest vatn allra íbúa Evrópu eða 296 rúmmetra á hvern íbúa á ári og eiga jafnframt mestar ferskvatnsbirgðir eða 532 þúsund tonn á hvern íbúa.

Í skýrslunni er reynt að leggja mat á hvers virði vatnið á Íslandi er. Heildartekjur vatnsveitna voru um 5,5 milljarðar árið 2009, hitaveitna um 9 milljarðar, tekjur af fráveitustarfsemi námu um 5 milljörðum og tekjur af raforkusölu námu um 46 milljörðum króna á árinu. Verðmæti lax- og silungsveiði er áætlað 11,6 til 13,5 milljarðar á verðlagi ársins 2010.

Fram kemur í skýrslunni, að rafmagn sé að mestu framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum hér á landi en vatnsaflsvirkjanir nota 42 milljarða rúmmetra af vatni við raforkuframleiðsluna. Um 98% landsmanna fá neysluvatn úr grunnvatni og 68% þjóðarinnar býr við fráveitukerfi þar sem skólp er meðhöndlað.

Skýrsla Hagfræðistofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert