Farsímar í dönskukennslu

mynd/norden.org

Tveir dönskukennarar við Grunnskólann í Hveragerði hafa verið að þróa aðferðir til þess að nota farsíma í dönskukennslu. Meðal þess sem nemendur þeirra fást við er farsímaratleikur og forsetningaganga.

Frá þessu segir á vefsíðunni Sunnlenska.is

Opnaður hefur verið vefur á Tungumálatorgi í samvinnu við Tungumálaver, Félag dönskukennara, Félag norsku- og sænskukennara og Else Brink Nielsen fyrrverandi rejselærer.

Vefurinn heitir Mobilen i sprogundervisningen og er að mestu byggður á hugmyndum kennaranna, þeirra Heimis Eyvindarsonar og Sigríðar Sigurðardóttur.

Efnið, sem birt er á síðunni, er bæði á íslensku og dönsku og miðar að því að nemendur fái tækifæri til samskipta á tungumálinu í „raunverulegum“ aðstæðum utan kennslustofunnar með því að nýta farsíma og rafræna miðla til að senda og taka við smáskilaboðum og munnlegum skilaboðum á öðru tungumáli. 

Mobilen i sprogundervisningen

Frétt Sunnlenska

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert