Færa til vaxtakostnað

Ásbjörn Óttarsson
Ásbjörn Óttarsson

Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi í umræðu um fjárlög í dag hvernig staðið væri að því að færa til vaxtakostnað ríkissjóðs. Ríkið ætlaði að spara á næsta ári 591 milljón með því að draga úr útgáfu á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og auka útgáfu á verðtryggðum bréfum.

Ásbjörn sagði að nafnvextir á verðtryggðum skuldabréfum væru vissulega lægri, en á móti kæmi að verðbæturnar bættust við höfuðstólinn. Þetta þýddi að það væri verið að færa til vaxtakostnað til seinni ára. Þetta þyrfti að skoða betur.

Ásbjörn nefndi einnig að nú ætti að fara að láta lífeyrissjóðina greiða vaxtabætur og spurði hvaða áhrif hefði það á lífeyrissjóði með ábyrgð ríkissjóðs, en inn í þá sjóði vantaði 400 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert