Jólabjórinn rennur út

Sala á jólabjór er mun meiri en í fyrra.
Sala á jólabjór er mun meiri en í fyrra. mbl.is/Golli

Sala á jólabjór er mun meiri en á sama tíma í fyrra. Frá því að sala jólabjórs hófst, 15. nóvember, hafa verið seldir um 206 þús. lítrar.

Til samanburðar voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra. Þetta er aukning um 48,8%. Mest hefur selst af jólabjórnum frá Tuborg, samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum.

Heildarsala jólabjórs í fyrra var um 370 þúsund lítrar, en heildarsala bjórs nam um 2,1 milljón lítra á sama tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert