Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Sérstakur saksóknari fór fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis vegna rannsóknar á lánveitingum og hlutabréfaviðskiptum Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími. Þrjár beiðnanna voru samþykktar og voru allir mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald.

Auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, voru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis, úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldskröfu yfir Elmari Svavarssyni, sem einnig starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Glitni, var hafnað.

Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, verður yfirheyrslum haldið áfram á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert