Spá 11 stiga frosti í Reykjavík

Það er sannkallað vetrarríki á Íslandi þessa dagana.
Það er sannkallað vetrarríki á Íslandi þessa dagana. Rax / Ragnar Axelsson

Veðurstofa Íslands spáir því að frostið fari niður í ellefu stig í Reykjavík á hádegi á morgun. Sama frosti er spáð á Egilsstaðaflugvelli en 10 stiga frosti á Kirkjubæjarklaustri og á Akureyri. Í Bolungarvík er því spáð að frostið fari niður í 8 stig.

Tölurnar breytast talsvert þegar horft er til hádegis á laugardag.

Þá er spáð 3 stiga frosti í Reykjavík, 0 stiga hita í Bolungarvík, 12 stiga frosti á Akureyri, 9 stiga frosti á Egilsstaðaflugvelli og 4 stiga frosti á Kirkjubæjarklaustri.

Áhugamenn um veðurfar geta skoðað veðurspárnar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert