Mótmæltu kosningasvikum

Rússar mótmæltu kosningasvikum við Rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag.
Rússar mótmæltu kosningasvikum við Rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn

„Rússland án þorpara og þjófa“ og „Við krefjumst rannsóknar á fölsunum“ sagði á blöðum sem mótmælendur héldu uppi framan við sendiráð Rússlands í Reykjavík nú eftir hádegið. 

Mótmælendurnir ætluðu einnig að afhenda sendiráðinu yfirlýsingu þar sem þeir mótmæltu svikum sem viðhöfð voru við framkvæmd þingkosninganna á sunnudaginn var og margir eftirlitsmenn kvörtuðu yfir.

Fram kemur í pósti frá skipuleggjendum mótmælanna að rússneskir borgarar ætli að mótmæla framkvæmd kosninganna jafnt innan Rússlands sem utan og krefjast gegnsærrar rannsóknar og endurtalningar atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert