Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

Herjólfur í Landeyjarhöfn
Herjólfur í Landeyjarhöfn mbl.is/Ómar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun. Skv. upplýsingum Eimskips liggja fyrir niðurstöður dýptarmælingar sem framkvæmd var fyrr í dag og í framhaldi af því hefur verið tekin ákvörðun um að hefja siglingar til Landeyjahafnar.

Herjólfur mun sigla frá Eyjum kl. 8:00 og 17:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00 og 19:00.

Í tilkynningu segir að ástæða þess að ekki eru settar inn fjórar ferðir eins og áætlun fyrir höfnina segir til um sé fyrst og fremst sú að enn á eftir að dýpka á ákveðnum svæðum utan hafnar sem gerir það að verkum að sigla þarf eftir sjávarföllum. Ef sú vinna gengur samkvæmt áætlun mun full áætlun, fjórar ferðir á dag, verða sett í gang á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka