Samkvæmt langtímaveðurspá norsku veðurstofunnar mun snjóa hér á landi dagana fyrir jól og á aðfangadag.
Á þetta bæði við um Reykjavík og Mývatn svo dæmi séu tekin. Því er útlit fyrir hvít jól að þessu sinni, en margt getur breyst í veðrinu á rúmri viku.
Útlit er fyrir að veðurfarið haldist svipað á landinu öllu fram yfir jól, þó með þeirri undantekningu að það geri skammvinna þíðu í aðdraganda jólanna strax eftir helgi og fram í miðja viku ef tekið er mið af veðurbloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.