Hvatning um að herða slaginn

Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag, sagðist hverfa baráttuglaður úr ráðherraembætti og brotthvarf hans úr ríkisstjórninni væri hvatning til þeirra í VG, sem teldu að flokkurinn og forusta hans hefðu sveigt af réttri braut, að herða slaginn.

„Þetta snýst um Evrópusambandsaðildarbaráttuna,“ sagði Jón. „Ég fer héðan út baráttuglaður og ennþá meiri hvatning er til okkar stuðningsfólks í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sem ber þessar sömu hugsjónir í brjósti og ég til að herða nú róðurinn, taka slaginn, færa flokkinn og forustu hans inn á rétta braut á ný telji menn þau hafa sveigt af leið og þar mun ég ekki liggja á mínu liði og hvet stuðningsfólk mitt um allt land til að taka þar á. Þar tökum við á saman, það er mikið verk að vinna og ég spara ekki krafta mína í þeim efnum. Það eru baráttutímar framundan,“ sagði Jón.

Jón Bjarnason hættir í dag sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason hættir í dag sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka