Ellefu sæmd fálkaorðu

Handhafar íslensku fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag ásamt forsetahjónunum.
Handhafar íslensku fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag ásamt forsetahjónunum. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands sæmdi í dag ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.  Þeir eru:

Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.

Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar.

Friðrik Ásmundsson fyrrverandi skipstjóri og skólastjóri, Vestmannaeyjum, riddarakross fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðissviði.

Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður, Keflavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og á landsvísu.

Halldór Guðmundsson rithöfundur og verkefnisstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra bókmennta.

Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra heimilisfræða.

Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.

Stefán Hermannsson verkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til borgarþróunar.

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert