Ættleiðingum hefur fjölgað

Börn þurfa að bíða mislengi eftir ættleiðingu.
Börn þurfa að bíða mislengi eftir ættleiðingu. Reuters

Á nýliðnu ári voru nítján börn ættleidd til íslenskra foreldra fyrir milligöngu félagsins Íslenskrar ættleiðingar. Er það fjölgun frá síðustu árum en ættleiðingum hefur fjölgað hægt og bítandi frá árinu 2006 þegar þær voru einungis átta.

„Fjölgunin kemur fyrst og fremst til af því að fólk sem hefur verið á biðlista úti í Kína hefur verið að færa umsóknirnar sínar af almennum listum yfir á lista með börn með skilgreindar sérþarfir, t.d. smávægilegan hjartagalla eða skarð í vör. Þessi börn eru sett í forgang og biðtíminn er miklu styttri,“ segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.

„Af þeim 14 börnum sem komu frá Kína 2011 voru 8 af listanum með skilgreindar sérþarfir. Þeir sem ættleiddu af almenna listanum frá Kína voru búnir að bíða í fimm ár og sá biðtími er alltaf að lengjast vegna aukinnar velmegunar þar.

Þau nítján börn sem voru ættleidd hingað til lands á síðasta ári komu frá Tékklandi, Kólumbíu, Kína og Indlandi. Þetta voru ellefu drengir og átta stúlkur fædd árin 2007 til 2010. Á síðasta ári voru yfir eitt hundrað fjölskyldur á biðlistum hjá félaginu eftir barni erlendis frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert