Grunnskólabörn notist við iPad

Spjaldtölvan verður notuð við kennslu
Spjaldtölvan verður notuð við kennslu mbl.is/Ómar

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, áformar að kaupa 130 iPad-spjaldtölvur fyrir nemendur sína í barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verkefnið hefur þegar verið kynnt forráðamönnum barnanna sem að sögn hennar hafa tekið mjög vel í hugmyndina. Sjálf telur hún að spjaldtölvurnar muni eiga eftir að reynast nemendum Vífilsskóla mjög vel þar sem þær henti öllum námsgreinum skólans.

Verkefnið verður innleitt í skrefum og verða fyrstu tölvurnar afhentar nemendum við lok þessa mánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert